Kvöldverður breyttist í krísufund Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 16:00 Shinzo Abe og Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira