Opinbert plakat Trump tekið úr sölu vegna stafsetningarvillu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 15:00 Hér má sjá villuna umræddu. Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira