Opinbert plakat Trump tekið úr sölu vegna stafsetningarvillu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 15:00 Hér má sjá villuna umræddu. Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira