Tennissamband Bandaríkjanna hefur beðist afsökunar á afar óheppilegri atviki sem kom upp á landsliðakeppninni Fed Cup á Hawaii um helgina.
Fyrir mistök var þjóðsöngur Þýskalands frá nasistatímabilinu fluttur fyrir viðureign hinnar þýsku Andreu Petkovic og Alison Riske frá Bandaríkjunum.
Petkovic og þýska liðið voru að vonum ósátt með þennan misskilning.
„Þetta er skandall. Þetta var án efa það versta sem ég hef lent í,“ sagði Petkovic.
Tennissamband Bandaríkjanna baðst afsökunar á þessari uppákomu og sagði að þessi mistök myndu ekki endurtaka sig.
Petkovic tapaði viðureigninni við Riske, 7-6 og 6-2.
Sport