Íslenski boltinn

Geir kjörinn heiðursformaður KSÍ með lófataki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir tekur til máls á þinginu í dag.
Geir tekur til máls á þinginu í dag. Mynd/KSÍ
Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn heiðursformaður Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga þess efnis frá stjórn KSÍ var samþykkt með dúndrandi lófataki þingfulltrúa á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum í dag.

Geir lætur í dag af störfum sem formaður KSÍ en hann gegndi því embætti í tíu ár. Hann hefur starfað fyrir KSÍ undanfarin 25 ár.

Heiðursformaður hefur samkvæmt lögum KSÍ rétt til setu á stjórnarfundum og málfrelsi. Þá kemur hann fram fyrir hönd sambandsins þegar þess er óskað.

Fyrir voru heiðursformenn KSÍ tveir, þeir Eggert Magnússon og Ellert B. Schram. Báðir eru fyrrum formenn KSÍ. Nýr formaður verður kjörinn á ársþinginu síðdegis en fylgst er með gangi mála á þinginu í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×