Flogið að feigðarósi Stjórnarmaðurinn skrifar 12. febrúar 2017 11:00 Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira