Erlent

Trump ræðst enn og aftur gegn New York Times

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur enn eina ferðina tíst á neikvæðan hátt um New York Times. Að þessu sinni segir Trump að NYTimes hafi skrifað „meiriháttar falskar fréttir Kína frétt“ þar sem því sé haldið fram að Trump hafi ekki rætt við Xi Jinping, forseta Kína, frá því í nóvember.

Trump segir hið rétta vera að hann og Jinping hafi átt langt símtal í gærkvöldi. Tístið var skrifað klukkan 05:35 að staðartíma í Washington DC.

Svo virðist sem að Trump sé að vísa til fréttar NYT frá því í morgun. Hann virðist þó hafa misskilið hana eitthvað, en hún fjallar einmitt um símtalið sem Trump vísar til. Þar stendur ekki að Trump hafi ekki talað við Jinping frá því í nóvember, heldur að hann hafi síðast talað við Jinping í nóvember.

Trump segir að í greininni standi: „Mr.Xi has not spoken to Mr. Trump since Nov. 14.“ Hið rétta er í að í henni stendur: „had not spoken to Mr. Trump since Nov. 14, the week after he was elected“.

Trump ýjar einnig enn og aftur af því að rekstur NYT sé að misheppnast. NYT sagði hins vegar frá því í byrjun mánaðarins að met hefði verið slegið í áskrifendafjölda blaðsins.

Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Trump setur út á New York Times á Twitter en sjá má yfirlit hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×