Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 26-18 | Bikarmeistararnir fóru örugglega í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 10. febrúar 2017 21:15 Ólafur Ægir Ólafsson skoraði fimm mörk. vísir/anton Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“ Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“
Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn