Dagur íslenska táknmálsins, þú hefur það í höndum þér Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 10. febrúar 2017 00:00 Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun