Ætla að dansa fyrir lífið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 13:15 Friðrik Agni og aðrir danskennarar í World Class í Laugum í góðum gír. Vísir/Anton Brink „Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira