Kjartan hættur sem formaður körfuknattleiksdeildar Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2017 13:00 Kjartan Freyr Ásmundsson er hættur sem formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Hauka var haldinn í gær og urðu formannskipti á fundinum. Kjartan Freyr Ásmundsson er ekki lengur formaður og var Jónas Jónmundsson kjörinn formaður í hans stað. „Ég get alveg staðfest að það var stuttur aðdragandi að þessu. Það var skorað á mig af fólki innan félagsins og við ákváðum að láta á þetta reyna. Kjartan ákvað að gefa ekki kost á sér og því gekk þetta hratt yfir,“ segir Jónas um aðalfundinn í gær. Jónas segist ekki vita hvort Kjartan hafi haft hug á því að bjóða sig fram en hafi hið minnsta ekki gert það eftir að Jónas hafði boðið sig fram.Sjá einnig: Fjarvera Ívars getur hjálpað til „Hann var búinn að gefa það í skyn að hann væri tilbúinn að víkja. Hann var búinn að nefna það. Það voru engin læti í þessu,“ segir Jónas en litlar breytingar voru gerðar á stjórninni. Það hefur verið talsvert havarí í kringum skíðaferð þjálfara karlaliðs Hauka, Ívars Ásgrímssonar, en hann mun ekki stýra Haukum í gríðarlega mikilvægum leik á föstudaginn vegna ferðarinnar. Jónas segir að hans framboð tengist því máli ekki neitt. „Nei, alls ekki. Það hefur ekkert með það að gera,“ segir Jónas en hann vill ekki tjá sig meira um það mál enda ákvörðun sem var tekin af öðrum. En ætlar Jónas að kalla þjálfarann heim úr fríinu fyrir leik? „Nei, það verður ekki mitt fyrsta verk að kalla Ívar heim. Það mál stendur bara þar sem það stendur.“Uppfært klukkan 14.15:Kjartan vildi koma því á framfæri við íþróttadeild að hann hefði verið búinn að ákveða að hætta sem formaður.Hann vildi aftur á móti gera það með öðrum hætti þar sem hann hafði áhyggjur af því að formannsskiptin myndu auka umfjöllun um liðið eins og raunin varð. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Hauka var haldinn í gær og urðu formannskipti á fundinum. Kjartan Freyr Ásmundsson er ekki lengur formaður og var Jónas Jónmundsson kjörinn formaður í hans stað. „Ég get alveg staðfest að það var stuttur aðdragandi að þessu. Það var skorað á mig af fólki innan félagsins og við ákváðum að láta á þetta reyna. Kjartan ákvað að gefa ekki kost á sér og því gekk þetta hratt yfir,“ segir Jónas um aðalfundinn í gær. Jónas segist ekki vita hvort Kjartan hafi haft hug á því að bjóða sig fram en hafi hið minnsta ekki gert það eftir að Jónas hafði boðið sig fram.Sjá einnig: Fjarvera Ívars getur hjálpað til „Hann var búinn að gefa það í skyn að hann væri tilbúinn að víkja. Hann var búinn að nefna það. Það voru engin læti í þessu,“ segir Jónas en litlar breytingar voru gerðar á stjórninni. Það hefur verið talsvert havarí í kringum skíðaferð þjálfara karlaliðs Hauka, Ívars Ásgrímssonar, en hann mun ekki stýra Haukum í gríðarlega mikilvægum leik á föstudaginn vegna ferðarinnar. Jónas segir að hans framboð tengist því máli ekki neitt. „Nei, alls ekki. Það hefur ekkert með það að gera,“ segir Jónas en hann vill ekki tjá sig meira um það mál enda ákvörðun sem var tekin af öðrum. En ætlar Jónas að kalla þjálfarann heim úr fríinu fyrir leik? „Nei, það verður ekki mitt fyrsta verk að kalla Ívar heim. Það mál stendur bara þar sem það stendur.“Uppfært klukkan 14.15:Kjartan vildi koma því á framfæri við íþróttadeild að hann hefði verið búinn að ákveða að hætta sem formaður.Hann vildi aftur á móti gera það með öðrum hætti þar sem hann hafði áhyggjur af því að formannsskiptin myndu auka umfjöllun um liðið eins og raunin varð.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00