Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland atli ísleifsson skrifar 27. febrúar 2017 18:35 George W. Bush var 43. forseti Bandaríkjanna. Vísir/afp George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vill að Donald Trump Bandaríkjaforseti svari spurningum um tengsl hans og nánustu samstarfsmanna hans við Rússland. Þá segir hann frjálsa og óháða fjölmiðla nauðsynlega lýðræðinu. Bush ræddi stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum í viðtali við NBC. Sagði hann nauðsynlegt að fá á hreint hvort að rússneskir tölvuhakkarar hafi reynt að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. „Ég tel að við þurfum öll að fá svar,“ segir forsetinn fyrrverandi, sem kveðst þó ekki vilja taka afstöðu til hvort rétt sé að skipa sérstakan saksóknara til að halda utan um slíka rannsókn. Í viðtalinu tekur Bush einnig skýra afstöðu með fjölmiðlum sem Trump hefur gagnrýnt harðlega að undanförnu. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla hins vegar nauðsynlega lýðræðinu. „Við þurfum fjölmiðla til að veita mönnum eins og mér aðhald,“ segir Bush og bætir við að vald geti verið vanabindandi og spillandi. Bush segir að í valdatíð sinni hafi hann varið miklum tíma í að sannfæra Vladimír Pútín Rússlandsforseta um nauðsyn frjálsra fjölmiðla. „Það er erfitt að segja öðrum að hafa óháða og frjálsa fjölmiðla þegar við erum ekki viljug til þess sjálf.“ Sjá má myndskeið úr viðtalinu að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Trump Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var ekki viðstaddur Óskarsverðlaunahátíðina í nótt til að taka á móti verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu kvikmyndina. 27. febrúar 2017 11:37 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vill að Donald Trump Bandaríkjaforseti svari spurningum um tengsl hans og nánustu samstarfsmanna hans við Rússland. Þá segir hann frjálsa og óháða fjölmiðla nauðsynlega lýðræðinu. Bush ræddi stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum í viðtali við NBC. Sagði hann nauðsynlegt að fá á hreint hvort að rússneskir tölvuhakkarar hafi reynt að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. „Ég tel að við þurfum öll að fá svar,“ segir forsetinn fyrrverandi, sem kveðst þó ekki vilja taka afstöðu til hvort rétt sé að skipa sérstakan saksóknara til að halda utan um slíka rannsókn. Í viðtalinu tekur Bush einnig skýra afstöðu með fjölmiðlum sem Trump hefur gagnrýnt harðlega að undanförnu. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla hins vegar nauðsynlega lýðræðinu. „Við þurfum fjölmiðla til að veita mönnum eins og mér aðhald,“ segir Bush og bætir við að vald geti verið vanabindandi og spillandi. Bush segir að í valdatíð sinni hafi hann varið miklum tíma í að sannfæra Vladimír Pútín Rússlandsforseta um nauðsyn frjálsra fjölmiðla. „Það er erfitt að segja öðrum að hafa óháða og frjálsa fjölmiðla þegar við erum ekki viljug til þess sjálf.“ Sjá má myndskeið úr viðtalinu að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Trump Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var ekki viðstaddur Óskarsverðlaunahátíðina í nótt til að taka á móti verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu kvikmyndina. 27. febrúar 2017 11:37 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Óskarsverðlaunahafi fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Trump Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var ekki viðstaddur Óskarsverðlaunahátíðina í nótt til að taka á móti verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu kvikmyndina. 27. febrúar 2017 11:37