Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 12:30 Ingi Þór Steinþórsson skilur að menn þurfi frí en finnst tímapunkturinn skrítinn. vísir/ernir „Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
„Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30