Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 25. febrúar 2017 19:45 Anton og Orri Freyr taka við bikarnum með innlifun í dag. Vísir/Andri Marinó Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Undanfarnir 11 dagar hafa verið magnaðir hjá Val. Miðvikudaginn 15. febrúar unnu þeir Aftureldingu í Olís-deildinni, fóru svo til Svartfjallalands og komust áfram í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Liðið sýndi mikinn styrk um helgina, spilaði frábæran varnarleik og í dag fékk liðið gríðarlega mikilvæg framlag frá Króatanum Josip Juric Grgic sem skoraði 10 mörk, þar af sjö í seinni hálfleikinn. Öfugt við leikinn gegn Haukum í gær byrjaði Afturelding af krafti í dag. Sóknarleikur liðsins var vel útfærður, þeir tóku sér tíma og fundu oftast færin á endanum. Ernir Hrafn Arnarson byrjaði leikinn vel og skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum Aftureldingar sem náði mest þriggja marka forskoti. Aðalmaðurinn á bak við það forskot var Kristófer Fannar Guðmundsson sem varði sjö skot á fyrstu 17 mínútum leiksins. Hann datt svo aðeins niður seinni hluta fyrri hálfleiks. Því var öfugt farið hjá Hlyni Morthens sem var rólegur til að byrja með en varði fimm af átta skotum sínum á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleiks. Eftir erfiða byrjun unnu Valsmenn sig inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Antons Rúnarssonar sem skoraði fjögur mörk og stýrði sóknarleik Vals af festu. Staðan í hálfleik var 11-10, Aftureldingu í vil. Valsmenn spiluðu áfram frábæra vörn í seinni hálfleik og í sókninni fór Juric hamförum. Króatinn skoraði hvert markið á fætur öðru, mörg hver glæsileg og ekki síður mikilvæg. Valur náði mest þriggja marka forskoti, 13-16, en þá tók Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Þökk sé framliggjandi vörninni, sem var svo sterk gegn Haukum í gær, og mikilvægs sóknarframlags frá Elvari Ásgeirssyni, Árna Braga Eyjólfssyni og Guðna Má Kristinssyni náðu Mosfellingar forystunni, 21-20, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Næstu sóknir voru erfiðar fyrir Valsmenn en þeir náðu samt alltaf að skora þegar höndin var komin upp. Valur skellti sömuleiðis í lás í vörninni og Hlynur, sem var kominn aftur í markið, tók afar mikilvæga bolta. Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð og unnu á endanum fjögurra marka sigur, 22-26. Juric var markahæstur í liði Vals með 10 mörk og Anton skoraði sex. Frábær leikur hjá þeim báðum. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir skiluðu svo magnaðri varnarvinnu og þeir virtust eiga nóg eftir á tankinum undir lokin. Árni Bragi skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu sem saknaði meira framlags frá sínum lykilmönnum. Mikk Pinnonen fann sig engan veginn og Ernir Hrafn var slakur eftir góða byrjun. Þá vantaði liðið markvörslu í seinni hálfleik.Óskar Bjarni hefur fimm sinnum gert Val að bikarmeisturum.vísir/andri marinóÓskar Bjarni: Hafði miklar áhyggjur af álaginu Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni.Einar Andri sagði herslumuninn hafa vantað hjá Aftureldingu í dag.vísir/andri marinóEinar Andri: Höndin fór svona 15 sinnum á loft í seinni hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði að sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. „Það vantaði að klára leikinn. Þeir skora þegar höndin var komin upp. Hún fór svona 15 sinnum á loft í seinni hálfleik en þeir náðu að grísa inn mörkum,“ sagði Einar Andri. „Það vantaði herslumuninn til að klára þetta. Svo varði Hlynur [Morthens] mjög vel í lokin og í því liggur munurinn. Þetta var jafn leikur en þeir höfðu eitthvað aðeins fram yfir okkur.“ Afturelding spilaði mjög öfluga framliggjandi vörn í seinni hálfleiknum gegn Haukum í gær. Liðið fór þó ekki að spila hana fyrr en um miðjan seinni hálfleik í dag. „Við vorum búnir að ræða það allan seinni hálfleikinn en á sama tíma gáfum við svolítið eftir þegar leið á. Hún kostar mjög mikla orku og ég var svolítið hræddur við það. Við náðum samt að jafna eftir að við breyttum undir vörn en það vantaði herslumuninn til að klára þetta,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar spiluðu framlengdan leik gegn Haukum í gær. Sat sá leikur í lærisveinum Einars Andra í dag? „Nei, ég held að þetta hafi setið í báðum liðum. Það var jafnt þegar nokkrar mínútur voru eftir og þetta féll bara með þeim,“ sagði Einar Andri að lokum.Hlynur varði 12 skot (44%) í bikarúrslitaleiknum.vísir/andri marinóHlynur: Tvöfaldur fögnuður í kvöld Hlynur Morthens, markvörður Vals, var hæstánægður með bikarinn í hendi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir bikarúrslitaleikinn gegn Aftureldingu í dag. „Þetta eru búnir að vera lygilegir dagar og allt svona jafnir leikir. Við kunnum að höndla spennustigið í svona leikjum og okkur líður vel í Höllinni,“ sagði Hlynur sem fagnar 42 ára afmæli sínu í desember. Hann hvíldi í upphafi seinni hálfleiks en kom sterkur inn undir lokin og varði mikilvæg skot. „Þetta er tæki sem við notum. Ég byrja flest alla leiki, klára fyrri hálfleik og fæ svo extra langa hvíld í byrjun þess seinni. Ef Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] er heitur heldur hann áfram, annars er ég klár í að loka leiknum,“ sagði Hlynur sem hrósaði varnarleik Vals. „Þetta er draumur í dós. Þetta er það sem markverðir vilja, að hafa svona brjálæðinga fyrir framan sig. Ég botna ekkert í því hvar þeir fá orkuna í þetta. Ég tek hatt minn og ég veit ekki hvað ofan fyrir þeim.“ Hvað tekur svo við í kvöld hjá bikarmeisturunum? „Við fögnum þessu. Þetta er titill og við fögnum þessu vel og eigum það skilið. Þetta er búin að vera mikil törn og við gátum ekki einu sinni fagnað því að fara áfram í Evrópukeppninni út af. Það er tvöfaldur fögnuður í kvöld,“ sagði Hlynur.Anton fagnar með félögum sínum.vísir/andri marinóAnton: Það er enginn að væla „Ég get alveg viðurkennt það, ég horfði í að vinna titla með Val. Ég hef gert það áður og það var að sjálfsögðu markmiðið,“ sagði Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. Hann segir að Valsmenn hafi sýnt mikinn styrk um helgina í ljós þess mikla leikjaálags sem hefur verið á liðinu að undanförnu. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er mikið álag á okkar liði. En það er enginn að væla yfir því, það vilja allir spila þessa leiki. Við sýndum það svo sannarlega um helgina. Við spiluðum við tvö frábær lið og mismunandi varnir en við tækluðum þetta og hausinn var rétt skrúfaður á,“ sagði Anton. Afturelding breytti um vörn um miðbik seinni hálfleiks. Anton kvaðst ánægður með hvernig Valsmenn leystu það. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn að þeir myndu spila þetta vel. Ég var búinn að undirbúa mig vel og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton. En hvað gefa síðustu fjórir leikir, bikarleikirnir tveir og Evrópuleikirnir um síðustu helgi, Valsmönnum í framhaldinu? „Rosalega mikið. Við höfum eytt miklum tíma saman og spilað marga leiki á stuttum tíma. Nú fer seinni hlutinn að byrja og þetta gefur okkur mikið fyrir hann,“ sagði Anton að lokum.Josip skoraði mörg glæsileg mörk í dag.vísir/andri marinóJosip: Kom hingað til að vinna titla Josip Juric Grgic spilaði sinn besta leik fyrir Val í bikarúrslitaleiknum gegn Aftureldingu í dag. Króatinn skoraði 10 mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er erfitt að segja það en þjálfararnir fá okkur til að leggja okkur alla fram. Við erum að æfa fyrir þetta,“ sagði Josip sem átti frábæran leik í dag. „Ég veit ekki af hverju. Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar,“ sagði Josip. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki um síðustu helgi en álagið á liðinu er mikið um þessar mundir. „Þetta er fimmti leikur okkar á 10 dögum og við fengum ekki mikinn tíma í endurheimt. Okkar styrkur er að við trúum á okkur sjálfa og treystum hvor öðrum. Ég held það sé ástæðan fyrir því að við unnum,“ sagði Josip.Vísir/Andri Marinóvísir/andri marinóVísir Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Undanfarnir 11 dagar hafa verið magnaðir hjá Val. Miðvikudaginn 15. febrúar unnu þeir Aftureldingu í Olís-deildinni, fóru svo til Svartfjallalands og komust áfram í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Liðið sýndi mikinn styrk um helgina, spilaði frábæran varnarleik og í dag fékk liðið gríðarlega mikilvæg framlag frá Króatanum Josip Juric Grgic sem skoraði 10 mörk, þar af sjö í seinni hálfleikinn. Öfugt við leikinn gegn Haukum í gær byrjaði Afturelding af krafti í dag. Sóknarleikur liðsins var vel útfærður, þeir tóku sér tíma og fundu oftast færin á endanum. Ernir Hrafn Arnarson byrjaði leikinn vel og skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum Aftureldingar sem náði mest þriggja marka forskoti. Aðalmaðurinn á bak við það forskot var Kristófer Fannar Guðmundsson sem varði sjö skot á fyrstu 17 mínútum leiksins. Hann datt svo aðeins niður seinni hluta fyrri hálfleiks. Því var öfugt farið hjá Hlyni Morthens sem var rólegur til að byrja með en varði fimm af átta skotum sínum á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleiks. Eftir erfiða byrjun unnu Valsmenn sig inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Antons Rúnarssonar sem skoraði fjögur mörk og stýrði sóknarleik Vals af festu. Staðan í hálfleik var 11-10, Aftureldingu í vil. Valsmenn spiluðu áfram frábæra vörn í seinni hálfleik og í sókninni fór Juric hamförum. Króatinn skoraði hvert markið á fætur öðru, mörg hver glæsileg og ekki síður mikilvæg. Valur náði mest þriggja marka forskoti, 13-16, en þá tók Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Þökk sé framliggjandi vörninni, sem var svo sterk gegn Haukum í gær, og mikilvægs sóknarframlags frá Elvari Ásgeirssyni, Árna Braga Eyjólfssyni og Guðna Má Kristinssyni náðu Mosfellingar forystunni, 21-20, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Næstu sóknir voru erfiðar fyrir Valsmenn en þeir náðu samt alltaf að skora þegar höndin var komin upp. Valur skellti sömuleiðis í lás í vörninni og Hlynur, sem var kominn aftur í markið, tók afar mikilvæga bolta. Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð og unnu á endanum fjögurra marka sigur, 22-26. Juric var markahæstur í liði Vals með 10 mörk og Anton skoraði sex. Frábær leikur hjá þeim báðum. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir skiluðu svo magnaðri varnarvinnu og þeir virtust eiga nóg eftir á tankinum undir lokin. Árni Bragi skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu sem saknaði meira framlags frá sínum lykilmönnum. Mikk Pinnonen fann sig engan veginn og Ernir Hrafn var slakur eftir góða byrjun. Þá vantaði liðið markvörslu í seinni hálfleik.Óskar Bjarni hefur fimm sinnum gert Val að bikarmeisturum.vísir/andri marinóÓskar Bjarni: Hafði miklar áhyggjur af álaginu Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni.Einar Andri sagði herslumuninn hafa vantað hjá Aftureldingu í dag.vísir/andri marinóEinar Andri: Höndin fór svona 15 sinnum á loft í seinni hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði að sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. „Það vantaði að klára leikinn. Þeir skora þegar höndin var komin upp. Hún fór svona 15 sinnum á loft í seinni hálfleik en þeir náðu að grísa inn mörkum,“ sagði Einar Andri. „Það vantaði herslumuninn til að klára þetta. Svo varði Hlynur [Morthens] mjög vel í lokin og í því liggur munurinn. Þetta var jafn leikur en þeir höfðu eitthvað aðeins fram yfir okkur.“ Afturelding spilaði mjög öfluga framliggjandi vörn í seinni hálfleiknum gegn Haukum í gær. Liðið fór þó ekki að spila hana fyrr en um miðjan seinni hálfleik í dag. „Við vorum búnir að ræða það allan seinni hálfleikinn en á sama tíma gáfum við svolítið eftir þegar leið á. Hún kostar mjög mikla orku og ég var svolítið hræddur við það. Við náðum samt að jafna eftir að við breyttum undir vörn en það vantaði herslumuninn til að klára þetta,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar spiluðu framlengdan leik gegn Haukum í gær. Sat sá leikur í lærisveinum Einars Andra í dag? „Nei, ég held að þetta hafi setið í báðum liðum. Það var jafnt þegar nokkrar mínútur voru eftir og þetta féll bara með þeim,“ sagði Einar Andri að lokum.Hlynur varði 12 skot (44%) í bikarúrslitaleiknum.vísir/andri marinóHlynur: Tvöfaldur fögnuður í kvöld Hlynur Morthens, markvörður Vals, var hæstánægður með bikarinn í hendi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir bikarúrslitaleikinn gegn Aftureldingu í dag. „Þetta eru búnir að vera lygilegir dagar og allt svona jafnir leikir. Við kunnum að höndla spennustigið í svona leikjum og okkur líður vel í Höllinni,“ sagði Hlynur sem fagnar 42 ára afmæli sínu í desember. Hann hvíldi í upphafi seinni hálfleiks en kom sterkur inn undir lokin og varði mikilvæg skot. „Þetta er tæki sem við notum. Ég byrja flest alla leiki, klára fyrri hálfleik og fæ svo extra langa hvíld í byrjun þess seinni. Ef Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] er heitur heldur hann áfram, annars er ég klár í að loka leiknum,“ sagði Hlynur sem hrósaði varnarleik Vals. „Þetta er draumur í dós. Þetta er það sem markverðir vilja, að hafa svona brjálæðinga fyrir framan sig. Ég botna ekkert í því hvar þeir fá orkuna í þetta. Ég tek hatt minn og ég veit ekki hvað ofan fyrir þeim.“ Hvað tekur svo við í kvöld hjá bikarmeisturunum? „Við fögnum þessu. Þetta er titill og við fögnum þessu vel og eigum það skilið. Þetta er búin að vera mikil törn og við gátum ekki einu sinni fagnað því að fara áfram í Evrópukeppninni út af. Það er tvöfaldur fögnuður í kvöld,“ sagði Hlynur.Anton fagnar með félögum sínum.vísir/andri marinóAnton: Það er enginn að væla „Ég get alveg viðurkennt það, ég horfði í að vinna titla með Val. Ég hef gert það áður og það var að sjálfsögðu markmiðið,“ sagði Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. Hann segir að Valsmenn hafi sýnt mikinn styrk um helgina í ljós þess mikla leikjaálags sem hefur verið á liðinu að undanförnu. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er mikið álag á okkar liði. En það er enginn að væla yfir því, það vilja allir spila þessa leiki. Við sýndum það svo sannarlega um helgina. Við spiluðum við tvö frábær lið og mismunandi varnir en við tækluðum þetta og hausinn var rétt skrúfaður á,“ sagði Anton. Afturelding breytti um vörn um miðbik seinni hálfleiks. Anton kvaðst ánægður með hvernig Valsmenn leystu það. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn að þeir myndu spila þetta vel. Ég var búinn að undirbúa mig vel og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton. En hvað gefa síðustu fjórir leikir, bikarleikirnir tveir og Evrópuleikirnir um síðustu helgi, Valsmönnum í framhaldinu? „Rosalega mikið. Við höfum eytt miklum tíma saman og spilað marga leiki á stuttum tíma. Nú fer seinni hlutinn að byrja og þetta gefur okkur mikið fyrir hann,“ sagði Anton að lokum.Josip skoraði mörg glæsileg mörk í dag.vísir/andri marinóJosip: Kom hingað til að vinna titla Josip Juric Grgic spilaði sinn besta leik fyrir Val í bikarúrslitaleiknum gegn Aftureldingu í dag. Króatinn skoraði 10 mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er erfitt að segja það en þjálfararnir fá okkur til að leggja okkur alla fram. Við erum að æfa fyrir þetta,“ sagði Josip sem átti frábæran leik í dag. „Ég veit ekki af hverju. Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar,“ sagði Josip. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki um síðustu helgi en álagið á liðinu er mikið um þessar mundir. „Þetta er fimmti leikur okkar á 10 dögum og við fengum ekki mikinn tíma í endurheimt. Okkar styrkur er að við trúum á okkur sjálfa og treystum hvor öðrum. Ég held það sé ástæðan fyrir því að við unnum,“ sagði Josip.Vísir/Andri Marinóvísir/andri marinóVísir
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira