Lífið

Einar stressaði í erfileikum með að fela sóðalega djammhelgi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það kannast eflaust margir við stressaðar týpur. Í fyrsta þættinum af Steypustöðinni sáu áhorfendur eina slíka týpu, hann Einar stressaði.

Einar þolir ekki spurningar eiginkonunnar og fer hreinlega alveg í kerfi. Að lokum verður hann einfaldlega að bregða sér frá og taka göngutúr.

Steypustöðin hefur hreinlega slegið í gegn að undanförnu og verður lokaþátturinn sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 21:15. Þátturinn er bannaður börnum innan 12 ára.

Með aðalhlutverk fara þau Saga Garðarsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Steindi Jr, og Auðunn Blöndal.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt atriði um hann Einar stressaða. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×