Trump reiður FBI vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19
Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05
Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33
John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30