Trump reiður FBI vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19
Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05
Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33
John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30