Allt það besta frá tískuvikunni í London Ritstjórn skrifar 23. febrúar 2017 20:00 Burberry sýningin var einn af hápunktum tískuvikunnar í London. Myndir/Getty Glamour var statt á tískuvikunni í London sem fór fram um helgina. Það sem einkennir tískuvikuna í London er að þar fá ungir og upprennandi hönnuðir fleiri tækifæri til þess að spreyta sig heldur en annarsstaðar. Borgin býður upp á mikið af styrkjum fyrir fatahönnuði og fjölmörg fyrirtæki hjálpa ungum hönnuðum að setja upp sínar eigin sýningar. Í London sýna einnig eldri og þekktari merki, eins og Burberry. Þess vegna er þetta sú tískuvika sem er ein besta tískublandan. Það sem stóð upp úr að þessu sinni var hið gamalgróna merki Burberry náði loksins að koma með línu sem stóð upp úr. Það er ansi langt síðan það gerðist seinast. Einnig kom skoski hönnuðurinn Christopher Kane á óvart með spennandi og frumlega línu. Hann hefur einnig verið í niðursveiflu seinustu tvö ár en loksins er útlit fyrir að það sé að breytast.Marques Almeida vekja alltaf athygli, ár eftir ár.J.W. Anderson er líklega einn mest spennandi ungi hönnuður í heiminum í dag. Haustlína hans olli engum vonbrigðum en kynnti til leiks spennandi liti og snið sem eiga líklegast eftir að vera vinsæl hjá tískuáhugafólki í lok sumars. Glamour kom við á sýningu Shrimps sem hefur hingað til verið þekktast fyrir litríkar og skemmtilegar kápur úr gervifeld. Í þetta skiptið ákváðu þau hins vegar að breyta út af vananum og bæta við vörulínur sínar. Þau kynntu til leiks skó, kjóla og fleira sem við gætum vel hugsað okkur að eignast.Haustlínan hans J.W. Anderson var algjör draumur.Við kíktum einnig á sýninguna hjá norska hönnuðinum Kristian Aadnevik sem sérhæfir sig í kjólum. Hann hefur klætt stórstjörnur á borð við Selena Gomez, Stella Maxwell og Winnie Hallow. Sýning hans var innblásin af víkingum og landslaginu á norðurskautinu sem kom ansi skemmtilega út.Sophia Webster tileinkaði haustlínu sinni prinsessum. Sú sýning var einstök og eftirminnileg enda er Sophia þekkt fyrir að hugsa út fyrir kassann og vekja athygli á óhefðbundinn hátt. Þegar upp er staðið var tískuvikan í London uppfull af fallegum flíkum, skemmtilegum trendum og kröftugum endurkomum sem beðið hefur verið eftir. Burberry kom loksins með áberandi flotta línu.Christopher Kane náði sér aftur á strik eftir þónokkra lægð.Ashish leyfði flíkunum að tala í þetta skiptið. #londonfashionweek #robertaeiner #lfwaw17 A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 17, 2017 at 9:08am PST Lush femininity #boraaksuaw15 #boraaksu #peace A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 17, 2017 at 7:44am PST #londonfashionweek #happyvandrada #lfwaw17 A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 18, 2017 at 11:32am PST ROBERTS | WOOD sýningin í morgun var einstaklega kraftmikil og flott - lofar góðu #lfw #glamouriceland A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 19, 2017 at 7:48am PST Kristian Aadnevik hefst innan skamms. Hér bíða allir með eftirvæntingu A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 19, 2017 at 1:52pm PST #sophiawebster #londonfashionweek #lfwaw17 A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 20, 2017 at 5:23am PST Sýningin hjá @shrimps__ var ekkert smá flott! Ljósir og sumarlegir litir fyrir haustið, luv it Meira í Instagram stories #lfw #glamouriceland #londonfashionweek A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 20, 2017 at 7:26am PST London Fashion Week hefst í dag og María Björg ætlar að mæta á sýningar og mynda stemninguna. Fylgist með! @maja_bjorg A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 17, 2017 at 1:08am PST Gunnhildur heiti ég og er blaðamaður hjá @glamouriceland. Ég ætla að kíkja við á tískuvikunni í London og mun leyfa ykkur að fylgjast með A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 19, 2017 at 6:29am PST Mest lesið Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Gakktu til kosninga í þínum bestu klæðum Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour
Glamour var statt á tískuvikunni í London sem fór fram um helgina. Það sem einkennir tískuvikuna í London er að þar fá ungir og upprennandi hönnuðir fleiri tækifæri til þess að spreyta sig heldur en annarsstaðar. Borgin býður upp á mikið af styrkjum fyrir fatahönnuði og fjölmörg fyrirtæki hjálpa ungum hönnuðum að setja upp sínar eigin sýningar. Í London sýna einnig eldri og þekktari merki, eins og Burberry. Þess vegna er þetta sú tískuvika sem er ein besta tískublandan. Það sem stóð upp úr að þessu sinni var hið gamalgróna merki Burberry náði loksins að koma með línu sem stóð upp úr. Það er ansi langt síðan það gerðist seinast. Einnig kom skoski hönnuðurinn Christopher Kane á óvart með spennandi og frumlega línu. Hann hefur einnig verið í niðursveiflu seinustu tvö ár en loksins er útlit fyrir að það sé að breytast.Marques Almeida vekja alltaf athygli, ár eftir ár.J.W. Anderson er líklega einn mest spennandi ungi hönnuður í heiminum í dag. Haustlína hans olli engum vonbrigðum en kynnti til leiks spennandi liti og snið sem eiga líklegast eftir að vera vinsæl hjá tískuáhugafólki í lok sumars. Glamour kom við á sýningu Shrimps sem hefur hingað til verið þekktast fyrir litríkar og skemmtilegar kápur úr gervifeld. Í þetta skiptið ákváðu þau hins vegar að breyta út af vananum og bæta við vörulínur sínar. Þau kynntu til leiks skó, kjóla og fleira sem við gætum vel hugsað okkur að eignast.Haustlínan hans J.W. Anderson var algjör draumur.Við kíktum einnig á sýninguna hjá norska hönnuðinum Kristian Aadnevik sem sérhæfir sig í kjólum. Hann hefur klætt stórstjörnur á borð við Selena Gomez, Stella Maxwell og Winnie Hallow. Sýning hans var innblásin af víkingum og landslaginu á norðurskautinu sem kom ansi skemmtilega út.Sophia Webster tileinkaði haustlínu sinni prinsessum. Sú sýning var einstök og eftirminnileg enda er Sophia þekkt fyrir að hugsa út fyrir kassann og vekja athygli á óhefðbundinn hátt. Þegar upp er staðið var tískuvikan í London uppfull af fallegum flíkum, skemmtilegum trendum og kröftugum endurkomum sem beðið hefur verið eftir. Burberry kom loksins með áberandi flotta línu.Christopher Kane náði sér aftur á strik eftir þónokkra lægð.Ashish leyfði flíkunum að tala í þetta skiptið. #londonfashionweek #robertaeiner #lfwaw17 A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 17, 2017 at 9:08am PST Lush femininity #boraaksuaw15 #boraaksu #peace A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 17, 2017 at 7:44am PST #londonfashionweek #happyvandrada #lfwaw17 A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 18, 2017 at 11:32am PST ROBERTS | WOOD sýningin í morgun var einstaklega kraftmikil og flott - lofar góðu #lfw #glamouriceland A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 19, 2017 at 7:48am PST Kristian Aadnevik hefst innan skamms. Hér bíða allir með eftirvæntingu A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 19, 2017 at 1:52pm PST #sophiawebster #londonfashionweek #lfwaw17 A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 20, 2017 at 5:23am PST Sýningin hjá @shrimps__ var ekkert smá flott! Ljósir og sumarlegir litir fyrir haustið, luv it Meira í Instagram stories #lfw #glamouriceland #londonfashionweek A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 20, 2017 at 7:26am PST London Fashion Week hefst í dag og María Björg ætlar að mæta á sýningar og mynda stemninguna. Fylgist með! @maja_bjorg A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 17, 2017 at 1:08am PST Gunnhildur heiti ég og er blaðamaður hjá @glamouriceland. Ég ætla að kíkja við á tískuvikunni í London og mun leyfa ykkur að fylgjast með A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 19, 2017 at 6:29am PST
Mest lesið Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Gakktu til kosninga í þínum bestu klæðum Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour