Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 12:45 Adrian Solano í brautinni í gær. Vísir/Getty Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Sjá meira
Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Sjá meira