Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 12:12 Aníta Hinriksdóttir í hlaupinu á RIG. vísir/anton brink Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson úr ÍR verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Belgrad í Serbíu 3.-5. mars. Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands hefur samþykkt val íþrótta- og afreksnefndar sambandsins um val á keppendum en þetta kemur fram á vef FRÍ. Aníta keppir í 800 metra hlaupi en Hlynur í 3.000 metra hlaupi. Aníta var annar af tveimur Íslendingum sem náði lágmarki á leikana en hin var spretthlauparinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH sem getur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Hlynur náði ekki lágmarki en stjórn FRÍ ákvað að nýta sér boð um að senda karl til þátttöku þrátt fyrir að enginn íslenskur karlmaður náði lágmarki. Hann er sá sem er næstur lágmarki, að því fram kemur á vef Frjálsíþróttsambandsins, en aðeins munar einu prósenti. Hlynur Andrésson er 3.000 metra hlaupari frá Vestmannaeyjum sem æfir og keppir með Eastern Michigan-háskolanum í Bandaríkjunum. Hann hefur náð góðum árangri í millivegalengdarhlaupum undanfarin misseri og sett tvö Íslandsmet innanhúss, annað þeirra í 3.000 metra hlaupi. Aníta Hinriksdóttir keppti í fyrsta sinn á EM innanhúss í Prag í Tékklandi fyrir tveimur árum en þar hafnaði hún í fimmta sæti er hún hljóp á 2:02,74 mínútum. Aníta byrjar árið vel en hún vann 800 metra hlaupið á Reykjavíkurleikunum þar sem hún setti Íslandsmet innanhúss. Hún hljóp á 2:01,18 mínútum en gamla metið hennar var 2:01,56 mínútur. Þetta var í sjöunda skiptið sem hún setur met í sinni sterkustu grein. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson úr ÍR verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Belgrad í Serbíu 3.-5. mars. Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands hefur samþykkt val íþrótta- og afreksnefndar sambandsins um val á keppendum en þetta kemur fram á vef FRÍ. Aníta keppir í 800 metra hlaupi en Hlynur í 3.000 metra hlaupi. Aníta var annar af tveimur Íslendingum sem náði lágmarki á leikana en hin var spretthlauparinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH sem getur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Hlynur náði ekki lágmarki en stjórn FRÍ ákvað að nýta sér boð um að senda karl til þátttöku þrátt fyrir að enginn íslenskur karlmaður náði lágmarki. Hann er sá sem er næstur lágmarki, að því fram kemur á vef Frjálsíþróttsambandsins, en aðeins munar einu prósenti. Hlynur Andrésson er 3.000 metra hlaupari frá Vestmannaeyjum sem æfir og keppir með Eastern Michigan-háskolanum í Bandaríkjunum. Hann hefur náð góðum árangri í millivegalengdarhlaupum undanfarin misseri og sett tvö Íslandsmet innanhúss, annað þeirra í 3.000 metra hlaupi. Aníta Hinriksdóttir keppti í fyrsta sinn á EM innanhúss í Prag í Tékklandi fyrir tveimur árum en þar hafnaði hún í fimmta sæti er hún hljóp á 2:02,74 mínútum. Aníta byrjar árið vel en hún vann 800 metra hlaupið á Reykjavíkurleikunum þar sem hún setti Íslandsmet innanhúss. Hún hljóp á 2:01,18 mínútum en gamla metið hennar var 2:01,56 mínútur. Þetta var í sjöunda skiptið sem hún setur met í sinni sterkustu grein.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira