Viðhorf útlendinga til Íslands jákvæðara nú en árið 2014 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. MYND/ÍSLANDSSTOFA Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira