Skotsilfur Markaðarins: Katrín Olga kannar framboð til stjórnar Vodafone Ritstjórn Markaðarins skrifar 17. febrúar 2017 16:30 Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins. Skotsilfur Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins.
Skotsilfur Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira