Martin: Erum ekki að spila sem lið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2017 22:15 Israel Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur. vísir/ernir Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45