Viðar Ari: Gústi þjálfari er goðsögn þarna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 19:15 Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16