Flugmenn WOW í klandri eftir daður í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2017 16:15 Fjör í fluginu. Mynd/ Penelope Louis Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana. WOW Air Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana.
WOW Air Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira