Trendbiblía Glamour er komin út Ritstjórn skrifar 7. mars 2017 20:00 Trendbiblía Glamour er komin út - marsblaðið sem boðar nýtt tískutímabil með stæl. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Meghan Collison, sem er ein heitasta fyrirsætan um þessar mundir þar sem hún gengur pallana fyrir öll stærstu tískuhúsin á tískuvikunum. Forsíðutakan fór fram hér í landi en ljósmyndarinn Kári Sverriss er á bakvið linsuna. Þetta er fyrsta sinn sem Kári myndar forsíðu íslenska Glamour en hann á heiðurinn af tveimur tískuþáttum. Silja Magg er svo með einn tískuþátt svo alls eru þrír tískuþættir í þessu sérstaka tískublaði. Meghan á rætur að rekja til Íslands en hún hefur starfað sem fyrirsæta í 10 ár. Við kynnumst henni betur í blaðinu þar sem meðal annars kemur fram að hún var uppgötvuð í fyrirsætukeppni í verslunarmiðstöð í heimabæ sínum í Kanada, varð stjörnustjörf þegar hún hitti ALEXANDER MCQUEEN, elskaði Bláa lónið og hlustar á klassískt rokk. Trendbiblía Glamour telur 38 síður af nýjustu straumum og stefnum tískunnar fyrir vor og sumar. Ritstjórnin kortlagði helstu trendin af pöllunum, íbúðir og inn í fataskápinn. Það er óhætt að segja að það er litríkt sumar framundan þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Meira í trendbiblíunni sem tískuunnendur mega ekki láta framhjá sér fara!Tískuheimurinn hefur undanfarið verið að sýna á sér pólitískari hlið þar sem kvennabaráttan er í forgrunni. Hér heima er umræðan einnig á svipuðum nótum þar sem ný ríkisstjórn Íslands hefur sett jafnréttismál á stefnuskránna en sitt sýnist hverjum. Í nýjasta tölublaðinu er að finna ítarlega umfjöllun um hvort launamunur kynjana sé óheppilega tilviljun eða óréttlæti sem ber að útrýma?Fegurðarkaflinn hjá Hörpu Kára er veglegur að vanda þar sem meðal annars er að finna einkaviðtal við sjálfa ofurkonuna Angelinu Jolie! Einnig komum við með ráð um hvernig við vinnum bug á þreytulegri húð - það er gott að vita svona með hækkandi sól. Þetta og margt margt fleira í fjölbreytti blaði sem enginn má láta framhjá sér fara!Vissir þú að Glamour fylgir nú með Risa- og Stórapakka 365? Kynntu þér áskrift af Glamour hér! Glamour Tíska Mest lesið Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kristen Stewart á forsíðu októberblaðs Glamour Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour
Trendbiblía Glamour er komin út - marsblaðið sem boðar nýtt tískutímabil með stæl. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Meghan Collison, sem er ein heitasta fyrirsætan um þessar mundir þar sem hún gengur pallana fyrir öll stærstu tískuhúsin á tískuvikunum. Forsíðutakan fór fram hér í landi en ljósmyndarinn Kári Sverriss er á bakvið linsuna. Þetta er fyrsta sinn sem Kári myndar forsíðu íslenska Glamour en hann á heiðurinn af tveimur tískuþáttum. Silja Magg er svo með einn tískuþátt svo alls eru þrír tískuþættir í þessu sérstaka tískublaði. Meghan á rætur að rekja til Íslands en hún hefur starfað sem fyrirsæta í 10 ár. Við kynnumst henni betur í blaðinu þar sem meðal annars kemur fram að hún var uppgötvuð í fyrirsætukeppni í verslunarmiðstöð í heimabæ sínum í Kanada, varð stjörnustjörf þegar hún hitti ALEXANDER MCQUEEN, elskaði Bláa lónið og hlustar á klassískt rokk. Trendbiblía Glamour telur 38 síður af nýjustu straumum og stefnum tískunnar fyrir vor og sumar. Ritstjórnin kortlagði helstu trendin af pöllunum, íbúðir og inn í fataskápinn. Það er óhætt að segja að það er litríkt sumar framundan þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Meira í trendbiblíunni sem tískuunnendur mega ekki láta framhjá sér fara!Tískuheimurinn hefur undanfarið verið að sýna á sér pólitískari hlið þar sem kvennabaráttan er í forgrunni. Hér heima er umræðan einnig á svipuðum nótum þar sem ný ríkisstjórn Íslands hefur sett jafnréttismál á stefnuskránna en sitt sýnist hverjum. Í nýjasta tölublaðinu er að finna ítarlega umfjöllun um hvort launamunur kynjana sé óheppilega tilviljun eða óréttlæti sem ber að útrýma?Fegurðarkaflinn hjá Hörpu Kára er veglegur að vanda þar sem meðal annars er að finna einkaviðtal við sjálfa ofurkonuna Angelinu Jolie! Einnig komum við með ráð um hvernig við vinnum bug á þreytulegri húð - það er gott að vita svona með hækkandi sól. Þetta og margt margt fleira í fjölbreytti blaði sem enginn má láta framhjá sér fara!Vissir þú að Glamour fylgir nú með Risa- og Stórapakka 365? Kynntu þér áskrift af Glamour hér!
Glamour Tíska Mest lesið Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kristen Stewart á forsíðu októberblaðs Glamour Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour