Mismundandi andstæðingar gera mótið mjög skemmtilegt í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Hallbera Guðný Gísladóttir í leiknum á móti Japan. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34
Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45
Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00
Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49