Arnþrúður segir ásakanir Evrópunefndar setja sig í lífshættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri. Mynd/Útvarp Saga „Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
„Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“