Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. mars 2017 15:30 „Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira
„Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira