Endurkoma Nokia STJÓRNARMAÐURINN skrifar 5. mars 2017 11:00 Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fleiri fréttir Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Sjá meira
Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fleiri fréttir Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Sjá meira