Gætu misst Ólympíuréttindin ef þeir leysa ekki kvennamálin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2017 23:00 Það gildir ekki eitt yfir alla í Kasumigaseki golfklúbburinn í Japan og það gæti reynst honum dýrkeypt í baráttu hans fyrir að halda golfkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó 2020. 220 konur eru að spila golf í klúbbnum en þær fá ekki að vera fullgildir meðlimir. Meðal því sem þær missa af er að fá að spila á vellinum á sunnudögum. Sá dagur er bara fyrir karlanna í Kasumigaseki. Karlarnir í Kasumigaseki fá hinsvegar ekki að komast upp með þetta mikið lengur ef þeir ætla að fá Ólympíuleikanna til sín eftir tæp fjögur ár. BBC segir frá. Alþjóðaólympíunefndin er nefnilega farin að skipta sér að málinu. „Við berum virðingu fyrir því að þetta er einkaklúbbur en stefna okkar er alveg skýr. Við förum ekki með keppnina í klúbb þar sem einhver mismunun er við lýði,“ sagði John Coates, varaforseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. John Coates bætti því þó við að hann búist ekki við að þurfa að leita að nýjum golfvelli fyrir keppnina. „Það er möguleika að fara annað en ég held að þetta reddist allt saman,“ sagði Coates. „Samkvæmt mínum skilningi þá eru viðræður í gangi við klúbbinn um að hann taki skrefið í rétta átt og útrými allri mismunun hjá sér. Við ættum að geta leyst þetta fyrir lok júní,“ sagði Coates. Kasumigaseki-golfvöllurinn hefur verið gestgjafi í mótum á hæsta stigi oftar en nokkur annar golfvöllur í Japan. Það kostar 57 þúsund pund að verða meðlimur, 7,6 milljónir íslenskra króna, og svo tæp 29 þúsund pund til viðbótar til að vera fullur meðlimir. Fullir meðlimir greiða því 86 þúsund pund eða 11,4 milljónir íslenskra króna. Það er því ekki fyrir hvern sem er að spila golf á Kasumigaseki. Golf Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það gildir ekki eitt yfir alla í Kasumigaseki golfklúbburinn í Japan og það gæti reynst honum dýrkeypt í baráttu hans fyrir að halda golfkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó 2020. 220 konur eru að spila golf í klúbbnum en þær fá ekki að vera fullgildir meðlimir. Meðal því sem þær missa af er að fá að spila á vellinum á sunnudögum. Sá dagur er bara fyrir karlanna í Kasumigaseki. Karlarnir í Kasumigaseki fá hinsvegar ekki að komast upp með þetta mikið lengur ef þeir ætla að fá Ólympíuleikanna til sín eftir tæp fjögur ár. BBC segir frá. Alþjóðaólympíunefndin er nefnilega farin að skipta sér að málinu. „Við berum virðingu fyrir því að þetta er einkaklúbbur en stefna okkar er alveg skýr. Við förum ekki með keppnina í klúbb þar sem einhver mismunun er við lýði,“ sagði John Coates, varaforseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. John Coates bætti því þó við að hann búist ekki við að þurfa að leita að nýjum golfvelli fyrir keppnina. „Það er möguleika að fara annað en ég held að þetta reddist allt saman,“ sagði Coates. „Samkvæmt mínum skilningi þá eru viðræður í gangi við klúbbinn um að hann taki skrefið í rétta átt og útrými allri mismunun hjá sér. Við ættum að geta leyst þetta fyrir lok júní,“ sagði Coates. Kasumigaseki-golfvöllurinn hefur verið gestgjafi í mótum á hæsta stigi oftar en nokkur annar golfvöllur í Japan. Það kostar 57 þúsund pund að verða meðlimur, 7,6 milljónir íslenskra króna, og svo tæp 29 þúsund pund til viðbótar til að vera fullur meðlimir. Fullir meðlimir greiða því 86 þúsund pund eða 11,4 milljónir íslenskra króna. Það er því ekki fyrir hvern sem er að spila golf á Kasumigaseki.
Golf Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira