Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 12:30 „Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
„Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45