Erlent

Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Svo virðist sem að Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump, sé laus allra mála eftir að hún auglýsti vörur Ivönku Trump í sjónvarpi. Í bréfi til eftirlitsaðila varðandi siðferði opinberra starfsmanna segir lögmaður Hvíta húsinns að Conway hafi í gáleysi sagt áhorfendum að fara að kaupa vörur Ivönku, hún ætlaði sjálf að fara að versla sér föt frá henni.

Lögfræðingurinn fundaði með Conway og segir að mjög ólíklegt sé að hún muni gera slíkt aftur.

Í bréfinu, sem CNN kom höndum yfir, segir að Conway hafi varpaði umræddu „plöggi“ fram á léttvægan máta þegar hún reyndi að verja manneskju sem hún taldi að verið væri að koma illa fram við.

Conway var gagnrýnd víða og sögð brjóta siðferðirsreglur opinberra starfsmanna í viðtalinu sem var birt þann 9. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×