Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB 1. mars 2017 23:30 Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/AFP „Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu. Brexit Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
„Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu.
Brexit Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent