Trump efast um tilvist heimildarmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur sig geta miðlað upplýsingum betur en hann hefur gert. vísir/afp „Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
„Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent