Íslenski boltinn

KA upp að hlið FH á ný | KR rúllaði yfir ÍBV

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Óskar Örn Hauksson skoraði tvö mörk fyrir KR í kvöld.
Óskar Örn Hauksson skoraði tvö mörk fyrir KR í kvöld. vísir/anton
Þrír leikir voru á dagskrá A-deildar Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld.

KA lagði Hauka 1-0 með marki Almarrs Ormarssonar 10 mínútum fyrir leikslok í riðli 1.

KA er því með 9 stig í öðru sæti á eftir FH sem er einnig með 9 stig en betri markatölu.

Í riðli 2 fór KR illa með ÍBV, 4-0. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Pálmi Rafn Pálmason KR á bragðið á 63. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði enginn annar en Finnur Orri Margeirsson.

Óskar elías Zoega Óskarsson leikmaður ÍBV sá rautt níu mínútum fyrir leikslok og mínútu síðar skoraði Óskar Örn Hauksson úr víti. Tveimur mínútum síðar bætti Óskar Örn öðru marki við.

Í hinum leik riðilsins lagði Selfoss Fylki 2-1. Hákon Ingi Jónsson kom Fylki yfir á 13. mínútu og var Fylkir yfir í hálfleik.

James Mack jafnaði metin á 59. mínútu og á þriðju mínútu uppbótartíma tryggði Arnór Ingi Gíslason Selfossi sigurinn.

KR er á toppi riðilsins með 7 stig líkt. Þar á eftir koma Selfoss og íBV einni g með 7 stig. Fylkir er með 4 stig í fimmta sæti sex liða riðilsins.

Upplýsingar um markaskorar eru fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×