Hlín Reykdal gerir nisti fyrir Göngum saman Ritstjórn skrifar 18. mars 2017 10:30 Hulda Bjarnadóttir, Brynja Baldursdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir og Birna Einarsdóttir. Myndir/Íris Stefánsdóttir Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal hefur hannað nisti í tveimur litum sem fer í sölu í dag en nistið er gert í samstarfi við samtökin Göngum saman og rennur salan til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Salan á nistunum hefst í dag klukkan 15:00 með gleðistund í verslun Hlínar á Fiskislóð 75. Nistin verða seld hjá Hlín í tvær vikur, eða meðan birgðir endast. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum skilaboð á Facebook síðu félagsins ef fólk vill fá nisti í póstkröfu. Göngum saman fagnar 10 ára afmæli í ár og af því tilefni er ýmislegt á döfinni á næstunni sem hefst með sölu á nistunum hennar Hlínar. Omnom verður með sérstakan súkkulaðiglaðning í apríl, Hildur Yeoman hannar boli og fleira fyrir mæðradagsgönguna 14. maí og Landsamband bakameistara leggur félaginu lið með sölu á brjóstabollum mæðradagshelgina eins og undanfarin ár. Í haust er svo fyrirhugað afmælismálþing félagsins.Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og hefur veitt íslenskum vísindamönnum 70 milljónir í styrki frá upphafi. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum. Upplýsingar um stað og stund er að finna á heimasíðu samtakanna gongumsaman.is og á facebook síðu félagsins. Í morgun vorum við með myndatöku fyrir @gongumsaman. En félagið styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Hlín Reykdal hannaði fyrir þær nisti sem fer í sölu innan skamms. Takk allir sem tóku þátt í morgun og gáfu alla vinnu sýna fyrir þennan frábæra málsstað. @stefansdottiriris ljósmyndari. @fridamariamakeup @elisabetalma stílisering Steinunn Ósk hár, @oddssonreykjavik fyrir að hýsa okkur Módel: Birna Einarsdóttir Brynja Baldursdóttir Hulda Bjarnadóttir Gunnhildur Óskarsdóttir A post shared by HlinReykdalStudio (@hlinreykdalstudio) on Mar 13, 2017 at 5:40am PDT Mest lesið Jólagjafahandbók Glamour Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour
Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal hefur hannað nisti í tveimur litum sem fer í sölu í dag en nistið er gert í samstarfi við samtökin Göngum saman og rennur salan til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Salan á nistunum hefst í dag klukkan 15:00 með gleðistund í verslun Hlínar á Fiskislóð 75. Nistin verða seld hjá Hlín í tvær vikur, eða meðan birgðir endast. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum skilaboð á Facebook síðu félagsins ef fólk vill fá nisti í póstkröfu. Göngum saman fagnar 10 ára afmæli í ár og af því tilefni er ýmislegt á döfinni á næstunni sem hefst með sölu á nistunum hennar Hlínar. Omnom verður með sérstakan súkkulaðiglaðning í apríl, Hildur Yeoman hannar boli og fleira fyrir mæðradagsgönguna 14. maí og Landsamband bakameistara leggur félaginu lið með sölu á brjóstabollum mæðradagshelgina eins og undanfarin ár. Í haust er svo fyrirhugað afmælismálþing félagsins.Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og hefur veitt íslenskum vísindamönnum 70 milljónir í styrki frá upphafi. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum. Upplýsingar um stað og stund er að finna á heimasíðu samtakanna gongumsaman.is og á facebook síðu félagsins. Í morgun vorum við með myndatöku fyrir @gongumsaman. En félagið styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Hlín Reykdal hannaði fyrir þær nisti sem fer í sölu innan skamms. Takk allir sem tóku þátt í morgun og gáfu alla vinnu sýna fyrir þennan frábæra málsstað. @stefansdottiriris ljósmyndari. @fridamariamakeup @elisabetalma stílisering Steinunn Ósk hár, @oddssonreykjavik fyrir að hýsa okkur Módel: Birna Einarsdóttir Brynja Baldursdóttir Hulda Bjarnadóttir Gunnhildur Óskarsdóttir A post shared by HlinReykdalStudio (@hlinreykdalstudio) on Mar 13, 2017 at 5:40am PDT
Mest lesið Jólagjafahandbók Glamour Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour