Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 90-86 | Carberry í stuði er Þórsarar jöfnuðu metin Sindri Ágústsson í Iceland Glacial höllinni skrifar 19. mars 2017 20:45 Tobin Carberry skoraði 30 stig og var stigahæstur á vellinum. vísir/anton Þór Þ. jafnaði metin í einvíginu við Grindavík í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 90-86 sigri í Þorlákshöfn í kvöld. Tobin Carberry var að venju atkvæðamestur í liði Þórsara með 30 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 12 stigum eftir hann, 52-40. Grindvíkingar gerðu ágætis atlögu að þessu forskoti í seinni hálfleiknum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 90-86, Þór í vil. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Grindavík á miðvikudaginn.Af hverju vann Þór? Lykillinn að sigrinum hjá Þórsörum var án nokkurs vafa góð byrjun hjá þeim. Heimamenn frá Þorlákshöfn byrjuðu mjög vel og leiddu þeir með 12 stigum í hálfleik, 52-40. Grindvíkingar náðu þeim aldrei alveg en náðu nokkru sinnum að komast mjög nálægt Þórsurum. Heimamenn héldu samt alltaf áfram og voru að setja skotin sín niður og það var aðal ástæðan fyrir sigrinum. Tapaðir boltar var líka önnur ástæða fyrir sigri þórsara en Grindvíkingar töpuðu 15 boltum sem er ansi mikið og það gerði þeim lífið leitt í kvöld. Þórsarar voru með fleiri stoðsendingar og var bolta hreyfingin hjá þeim virkilega góð sem gaf þeim mikið af opnum skotum.Bestu menn vallarins: Tobin Carberry var frábær í kvöld eins og hann er oftast. Tobin skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoösendingar, algjör lykilmaður í sigrinum hjá heimamönnum. Emil Karel og Ragnar Örn byrjuðu báðir af miklum krafti og skoruðu þeir fyrstu 16 stig Þórsara. Halldór Garðar var síðan aðalmaður í lokinn þegar hann setti niður tvö rosalega þrista seint í leiknum, hann endaði með 14 stig. Hjá Grindavík var Dagur Kár stigahæstur með 20 stig. Ólafur Ólafsson var með flotta tvennu, 12 stig og 12 fráköst. Lewis Clinch átti síðan fínan leik með 18 stig skoruð og fráköst að auki.Hvað gekk illa? Fyrst og fremst var það töpuðu boltanir hjá Grindavík sem gengu illa, 15 tapaðir boltar í úrslitakeppnini er ekki boðlegt. Slæm byrjun hjá gestunum er líka einhvað sem þeir verða að laga 52 stig í fyrri hálfleik er alltof mikið. Fráköstin hjá Þórsörum var það sem mætti laga mest hjá þeim en þeir töpuðu þeirri baráttu 33 gegn 42. Bæði lið mættu aðeins laga sinn varnar leik bæði lið að fá sirka 90 stig á sig í úrslitakeppninni, það er bara hreinlega of mikið.Þór Þ.-Grindavík 90-86 (25-19, 27-21, 21-27, 17-19)Þór Þ.: Tobin Carberry 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Grétar Ingi Erlendsson 2.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 20, Lewis Clinch Jr. 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/12 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0/4 fráköst.Einar Árni: Það voru allir að leggja í púkkið Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Þórsara, var mjög sáttur eftir leikinn í kvöld. „Að fara inn í Grindavík 0-2 hefði verið fjandi erfitt, það hefði ekkki verið vonlaust en mjög erfið staða. Við lögðum mikið á okkur í dag og mér fannst við bæta fullt af hlutum frá síðasta leik, fengum 99 stig í síðasta leik á okkur sem er mesta sem við höfum fengið á okkur á tímabilinu og varnarlega vorum við betri í dag en við þurfum að bæta okkur enn frekar,“ sagði Einar Árni eftir leik. Hann kvaðst ánægður með liðsheildina í leiknum í kvöld. „Í dag fannst mér ég sjá það lið sem hefur svo oft reynst öðrum liðum erfitt í vetur þar sem það voru allir að leggja í púkkið, Emil byrjaði með hvelli rétt eins og Raggi Braga, svo kom Dóri flottur inn í seinni og svo steig Tobin upp í síðari hálfleiknum,“ sagði Einar Árni.Jóhann: Fannst vanta neista í mína menn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur að tapa í kvöld og var sérstaklega svekktur með hvernig hans lið hóf leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Við töpum þessum leik bara með 4 stigum en töpum samt 15 boltum og klúðrum 10 vítum, þetta var bara virkilega skrítinn leikur. Mér fannst vanta neista í mína menn allan leikinn og það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Jóhann. Hann vildi sjá meira frá sínum mönnum í leiknum í kvöld. „Ég er bara fyrst og fremst bara svekktur með tapið, alltaf þegar við vorum alveg að ná þeim þá köstuðu við boltanum bara frá okkur en þetta er bara einn leikur við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Jóhann.Halldór Garðar: Þeir voru að finna mig vel í dag Halldór Garðar, leikmaður Þórsara, var sáttur með sigurinn og sagði að vörnin hefði unnið þetta fyrir þá. „Ég er sáttur með vörnina hjá okkur þrátt fyrir að þeir skoruðu 86 stig, það var bara mun meira aggresion hjá okkur en til dæmis í síðasta leik þar sem þeir skoruðu 99 stig“ sagði Halldór Garðar. Leikstjórnandinn var ánægður með þjónustuna sem hann fékk í leiknum í kvöld. „Þeir voru að finna mig vel í dag, ég var að fá opin skot og ég skaut bara og það datt niður. Við vildum fá miklu meiri hreyfingu og hraða í okkar leik eins og síðasta leik þá vorum við helvíti hægir, við reyndum bara að auka tempóið og fá fleirri skot og það gekk í dag,“ sagði Halldór Garðar.Bein lýsing: Þór Þ. - Grindavík Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Þór Þ. jafnaði metin í einvíginu við Grindavík í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 90-86 sigri í Þorlákshöfn í kvöld. Tobin Carberry var að venju atkvæðamestur í liði Þórsara með 30 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 12 stigum eftir hann, 52-40. Grindvíkingar gerðu ágætis atlögu að þessu forskoti í seinni hálfleiknum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 90-86, Þór í vil. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Grindavík á miðvikudaginn.Af hverju vann Þór? Lykillinn að sigrinum hjá Þórsörum var án nokkurs vafa góð byrjun hjá þeim. Heimamenn frá Þorlákshöfn byrjuðu mjög vel og leiddu þeir með 12 stigum í hálfleik, 52-40. Grindvíkingar náðu þeim aldrei alveg en náðu nokkru sinnum að komast mjög nálægt Þórsurum. Heimamenn héldu samt alltaf áfram og voru að setja skotin sín niður og það var aðal ástæðan fyrir sigrinum. Tapaðir boltar var líka önnur ástæða fyrir sigri þórsara en Grindvíkingar töpuðu 15 boltum sem er ansi mikið og það gerði þeim lífið leitt í kvöld. Þórsarar voru með fleiri stoðsendingar og var bolta hreyfingin hjá þeim virkilega góð sem gaf þeim mikið af opnum skotum.Bestu menn vallarins: Tobin Carberry var frábær í kvöld eins og hann er oftast. Tobin skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoösendingar, algjör lykilmaður í sigrinum hjá heimamönnum. Emil Karel og Ragnar Örn byrjuðu báðir af miklum krafti og skoruðu þeir fyrstu 16 stig Þórsara. Halldór Garðar var síðan aðalmaður í lokinn þegar hann setti niður tvö rosalega þrista seint í leiknum, hann endaði með 14 stig. Hjá Grindavík var Dagur Kár stigahæstur með 20 stig. Ólafur Ólafsson var með flotta tvennu, 12 stig og 12 fráköst. Lewis Clinch átti síðan fínan leik með 18 stig skoruð og fráköst að auki.Hvað gekk illa? Fyrst og fremst var það töpuðu boltanir hjá Grindavík sem gengu illa, 15 tapaðir boltar í úrslitakeppnini er ekki boðlegt. Slæm byrjun hjá gestunum er líka einhvað sem þeir verða að laga 52 stig í fyrri hálfleik er alltof mikið. Fráköstin hjá Þórsörum var það sem mætti laga mest hjá þeim en þeir töpuðu þeirri baráttu 33 gegn 42. Bæði lið mættu aðeins laga sinn varnar leik bæði lið að fá sirka 90 stig á sig í úrslitakeppninni, það er bara hreinlega of mikið.Þór Þ.-Grindavík 90-86 (25-19, 27-21, 21-27, 17-19)Þór Þ.: Tobin Carberry 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 12/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Grétar Ingi Erlendsson 2.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 20, Lewis Clinch Jr. 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/12 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0/4 fráköst.Einar Árni: Það voru allir að leggja í púkkið Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Þórsara, var mjög sáttur eftir leikinn í kvöld. „Að fara inn í Grindavík 0-2 hefði verið fjandi erfitt, það hefði ekkki verið vonlaust en mjög erfið staða. Við lögðum mikið á okkur í dag og mér fannst við bæta fullt af hlutum frá síðasta leik, fengum 99 stig í síðasta leik á okkur sem er mesta sem við höfum fengið á okkur á tímabilinu og varnarlega vorum við betri í dag en við þurfum að bæta okkur enn frekar,“ sagði Einar Árni eftir leik. Hann kvaðst ánægður með liðsheildina í leiknum í kvöld. „Í dag fannst mér ég sjá það lið sem hefur svo oft reynst öðrum liðum erfitt í vetur þar sem það voru allir að leggja í púkkið, Emil byrjaði með hvelli rétt eins og Raggi Braga, svo kom Dóri flottur inn í seinni og svo steig Tobin upp í síðari hálfleiknum,“ sagði Einar Árni.Jóhann: Fannst vanta neista í mína menn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur að tapa í kvöld og var sérstaklega svekktur með hvernig hans lið hóf leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Við töpum þessum leik bara með 4 stigum en töpum samt 15 boltum og klúðrum 10 vítum, þetta var bara virkilega skrítinn leikur. Mér fannst vanta neista í mína menn allan leikinn og það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Jóhann. Hann vildi sjá meira frá sínum mönnum í leiknum í kvöld. „Ég er bara fyrst og fremst bara svekktur með tapið, alltaf þegar við vorum alveg að ná þeim þá köstuðu við boltanum bara frá okkur en þetta er bara einn leikur við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Jóhann.Halldór Garðar: Þeir voru að finna mig vel í dag Halldór Garðar, leikmaður Þórsara, var sáttur með sigurinn og sagði að vörnin hefði unnið þetta fyrir þá. „Ég er sáttur með vörnina hjá okkur þrátt fyrir að þeir skoruðu 86 stig, það var bara mun meira aggresion hjá okkur en til dæmis í síðasta leik þar sem þeir skoruðu 99 stig“ sagði Halldór Garðar. Leikstjórnandinn var ánægður með þjónustuna sem hann fékk í leiknum í kvöld. „Þeir voru að finna mig vel í dag, ég var að fá opin skot og ég skaut bara og það datt niður. Við vildum fá miklu meiri hreyfingu og hraða í okkar leik eins og síðasta leik þá vorum við helvíti hægir, við reyndum bara að auka tempóið og fá fleirri skot og það gekk í dag,“ sagði Halldór Garðar.Bein lýsing: Þór Þ. - Grindavík
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira