Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2017 11:14 Jóhann Berg fagnar sigrinum á Austurríki á EM í Frakklandi síðasta sumar. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira