Jóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2017 21:41 Jóhann var sáttur með leik Grindvíkinga í sigrinum gegn Þór í kvöld. vísir/anton Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið frábær fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur og í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu út leikinn. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri til í að sjá hans menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið frábær fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur og í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu út leikinn. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri til í að sjá hans menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15