Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 20:30 Samir Nasri ætlaði í Jamie Vardy. Vísir/Getty Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. Jamie Vardy „fiskaði“ Samir Nasri útaf með rautt spjald í Meistaradeildarleik Leicester City og Sevilla á þriðjudagskvöldið. Craig Shakespeare hélt blaðamannafund í dag fyrir leik Leicester City á móti West Ham á laugardaginn og var sjálfsögðu spurður út í ummæli Samir Nasri. „Jamie er enginn svindlari. Hann hefur aldrei verið það og mun aldrei verða það heldur. Jamie svaraði þessu vel sjálfur og þetta mál er út úr myndinni,“ sagði Craig Shakespeare. Leicester hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Shakespeare og markatalan í þeim er 8-2 þeim í hag. Sjá einnig: Nasri: Vardy er svindlari Samir Nasri fékk sitt seinna gula spjald fyrir að skalla Jamie Vardy eftir að þeim tveimur lenti saman. Vardy féll „auðveldlega“ í jörðina en Nasri bauð hættunni heim vitandi það að hann var á gulu spjaldið. Nasri gjörsamlega trylltist eftir að rauða spjaldið fór á loft og ætlaði í Vardy. Það þurfti nokkra leikmenn úr báðum liðum til að halda aftur af honum og sannfæra Frakkann um að yfirgefa völlinn. Jamie Vardy og félagar lönduðu 2-0 sigri manni fleiri og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem þeir verða einu fulltrúar Englendinga. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Buffon er hræddur við Leicester City Juventus og Leicester City komust áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni í gær og markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, vill fyrir alla muni forðast að mæta Englandsmeisturum Leicester City í næstu umferð. 15. mars 2017 13:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 14. mars 2017 21:56 Zidane: Enginn þjálfari vill mæta Leicester Englandsmeistarar Leicester City halda uppi heiðri enskrar knattspyrnu í Meistaradeildinni og stóru liðin viðurkenna nú hvert af öðru að þau vilji alls ekki mæta liðinu í átta liða úrslitum keppninnar. 16. mars 2017 12:30 Shakespeare: Vorum að slá út eitt besta lið Evrópu Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, var kátur eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 14. mars 2017 22:49 Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. Jamie Vardy „fiskaði“ Samir Nasri útaf með rautt spjald í Meistaradeildarleik Leicester City og Sevilla á þriðjudagskvöldið. Craig Shakespeare hélt blaðamannafund í dag fyrir leik Leicester City á móti West Ham á laugardaginn og var sjálfsögðu spurður út í ummæli Samir Nasri. „Jamie er enginn svindlari. Hann hefur aldrei verið það og mun aldrei verða það heldur. Jamie svaraði þessu vel sjálfur og þetta mál er út úr myndinni,“ sagði Craig Shakespeare. Leicester hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Shakespeare og markatalan í þeim er 8-2 þeim í hag. Sjá einnig: Nasri: Vardy er svindlari Samir Nasri fékk sitt seinna gula spjald fyrir að skalla Jamie Vardy eftir að þeim tveimur lenti saman. Vardy féll „auðveldlega“ í jörðina en Nasri bauð hættunni heim vitandi það að hann var á gulu spjaldið. Nasri gjörsamlega trylltist eftir að rauða spjaldið fór á loft og ætlaði í Vardy. Það þurfti nokkra leikmenn úr báðum liðum til að halda aftur af honum og sannfæra Frakkann um að yfirgefa völlinn. Jamie Vardy og félagar lönduðu 2-0 sigri manni fleiri og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem þeir verða einu fulltrúar Englendinga.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Buffon er hræddur við Leicester City Juventus og Leicester City komust áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni í gær og markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, vill fyrir alla muni forðast að mæta Englandsmeisturum Leicester City í næstu umferð. 15. mars 2017 13:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 14. mars 2017 21:56 Zidane: Enginn þjálfari vill mæta Leicester Englandsmeistarar Leicester City halda uppi heiðri enskrar knattspyrnu í Meistaradeildinni og stóru liðin viðurkenna nú hvert af öðru að þau vilji alls ekki mæta liðinu í átta liða úrslitum keppninnar. 16. mars 2017 12:30 Shakespeare: Vorum að slá út eitt besta lið Evrópu Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, var kátur eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 14. mars 2017 22:49 Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Buffon er hræddur við Leicester City Juventus og Leicester City komust áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni í gær og markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, vill fyrir alla muni forðast að mæta Englandsmeisturum Leicester City í næstu umferð. 15. mars 2017 13:30
Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30
Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 14. mars 2017 21:56
Zidane: Enginn þjálfari vill mæta Leicester Englandsmeistarar Leicester City halda uppi heiðri enskrar knattspyrnu í Meistaradeildinni og stóru liðin viðurkenna nú hvert af öðru að þau vilji alls ekki mæta liðinu í átta liða úrslitum keppninnar. 16. mars 2017 12:30
Shakespeare: Vorum að slá út eitt besta lið Evrópu Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, var kátur eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 14. mars 2017 22:49