Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 29-29 | Jafnt í hörkuleik á Hlíðarenda Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshúsinu skrifar 15. mars 2017 22:15 Anton Rúnarsson sækir að marki Hauka. vísir/ernir Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira