Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 08:00 Lonzo Ball. Vísir/Getty LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni. Körfubolti NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira