Ari Bragi fékk skó úr gulli fyrir að slá Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 23:30 Vilmundur Vilhjálmsson afhendir Ara Braga Kárasyni gullskóinn. Mynd/FRÍ Ari Bragi Kárason fékk sjaldgæfa skó að gjöf á dögunum en Frjálsíþróttasambandið segir frá merkilegri afhendingu á Reykjavíkurleikunum á dögunum. Ari Bragi Kárason fékk þá afhentan gullskó íslenskra spretthlaupara þar sem að hann á nú annað af tveimur helstu spretthlaupsmetum Íslands eða Íslandsmetið í 100 metra hlaupi. Ari Bragi setti nýtt Íslandsmet í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 10,52 sekúndum í Hafnarfriði 16. Júlí 2016. Vilmundur Vilhjálmsson var besti spretthlaupari Íslands fyrir fjórum áratugum og hann setti þá Íslandsmet í bæði 100 og 200 metra hlaupum auk þess að hlaupa 400 metrana á 47,1 sekúndum. Vilmundur hljóp 100 metrana hraðast á 10,3 sekúndum en 200 metrana hraðast á 21,1 sekúndu. Vilmundur stundaði nám í Loughborough á áttunda áratugnum og var einn besti spretthlaupari á Bretlandseyjum á þeim tíma. Þar æfðu millilengdahlaupararnir með spretthlaupurunum í styrktaræfingum og brekkusprettum og meðal æfingafélagana var Sebastian Coe, núverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, sem var Ólympíumeistari og Heimsmethafi í millilengdahlaupum. Vilmundur keppti með landsliðinu í fjölda ára og keppti á Evrópumeistaramótinu í Prag 1978. Þegar Jón Arnar Magnússon sló met Vilmundar í 200 metra hlaupi þá gaf Vilmundur Jón Arnari gullskó en hann gyllti gömlu gaddaskóna sína og gaf Jóni annan skóinn. Hinn hefur Vilmundur geymt þar til nýtt met yrði sett í 100 metra hlaupi. Það var síðan á RIG sem Vilmundur hitti Ara Braga, núverandi Íslandsmethafa og færði honum gullskóinn hinn síðari. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Sjá meira
Ari Bragi Kárason fékk sjaldgæfa skó að gjöf á dögunum en Frjálsíþróttasambandið segir frá merkilegri afhendingu á Reykjavíkurleikunum á dögunum. Ari Bragi Kárason fékk þá afhentan gullskó íslenskra spretthlaupara þar sem að hann á nú annað af tveimur helstu spretthlaupsmetum Íslands eða Íslandsmetið í 100 metra hlaupi. Ari Bragi setti nýtt Íslandsmet í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 10,52 sekúndum í Hafnarfriði 16. Júlí 2016. Vilmundur Vilhjálmsson var besti spretthlaupari Íslands fyrir fjórum áratugum og hann setti þá Íslandsmet í bæði 100 og 200 metra hlaupum auk þess að hlaupa 400 metrana á 47,1 sekúndum. Vilmundur hljóp 100 metrana hraðast á 10,3 sekúndum en 200 metrana hraðast á 21,1 sekúndu. Vilmundur stundaði nám í Loughborough á áttunda áratugnum og var einn besti spretthlaupari á Bretlandseyjum á þeim tíma. Þar æfðu millilengdahlaupararnir með spretthlaupurunum í styrktaræfingum og brekkusprettum og meðal æfingafélagana var Sebastian Coe, núverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, sem var Ólympíumeistari og Heimsmethafi í millilengdahlaupum. Vilmundur keppti með landsliðinu í fjölda ára og keppti á Evrópumeistaramótinu í Prag 1978. Þegar Jón Arnar Magnússon sló met Vilmundar í 200 metra hlaupi þá gaf Vilmundur Jón Arnari gullskó en hann gyllti gömlu gaddaskóna sína og gaf Jóni annan skóinn. Hinn hefur Vilmundur geymt þar til nýtt met yrði sett í 100 metra hlaupi. Það var síðan á RIG sem Vilmundur hitti Ara Braga, núverandi Íslandsmethafa og færði honum gullskóinn hinn síðari.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Sjá meira