Stelpurnar sem breyttu sjónvarpssögunni Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. mars 2017 20:30 Myndir/Emma Summerton Fyrir um fimm árum voru áhorfendur um allan heim kynntir fyrir Hönnuh Horvath, eins konar hliðarsjálfi höfundarins og leikstjórans Lenu Dunham, í sjónvarpsseríunni Girls. Nú er síðasta serían á leiðinni í loftið, nánar tiltekið á Stöð 2 annað kvöld, og áhorfendur kveðja með trega þessar fjórar stúlkur sem ruddu brautina. Greinin og myndirnar birtust fyrst í febrúartölublaði Glamour. Ljósmyndir: Emma Summerton Stílisti: Jillian Davison Texti: Ólöf Skaftadóttir Dunham er án alls vafa miklum hæfileikum gædd. Auk þess að leikstýra og skrifa er hún talin nokkuð góð leikkona og hæfileikaríkur framleiðandi sjónvarpsefnis. Þá hefur hún verið dugleg að nýta sér frægð sína til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri, flest er varða mannréttindi og femínisma. Hún hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump. Glamour tekur reyndar undir með Dunham í þeim efnum. Hún var ötull stuðningsmaður Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum og sagðist, ef Trump myndi vinna, ætla að flytja til Vancouver í Kanada. Eftir að hann vann kosningarnar, flestum að óvörum, hætti hún við en skrifaði á Twitter:„Ég ætla að lifa það af að búa í þessu landi, MÍNU landi, til að berjast fyrir því sem er rétt.“ Lena Dunham er fædd árið 1986. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar skrifað, leikstýrt og leikið í kvikmynd í fullri lengd, Tiny furniture, sem kom út árið 2010. Í myndinni lék móðir hennar og systir – og slíkt er reyndar einkennandi fyrir Dunham, sem vill helst ráða alla vini sína í þau verkefni sem hún kemur að. Þannig er Jemima Kirke, ein aðalleikkvenna Girls, vinkona hennar síðan úr háskóla og Jenni Konner, einn yfirmanna við framleiðslu þáttanna, besta vinkona hennar úr æsku. Svo væri lengi hægt að telja. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Emmy-verðlauna, hlotið Golden Globe-verðlaun, verið á lista Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims og gefið út metsölubók, árið 2014, Not That Kind of Girl: A Young Woman Tells You What She‘s „Learned“.Víkur þá sögunni að Girls, seríunni sem Dunham á frægðina að þakka.Leikkonurnar Allison Williams, Zosia Mamet, Lena Dunham og Jemina Kirke.Hannah Horvath á sér þann draum heitastan að verða frægur rithöfundur, en er sjálf stærsta hindrunin í að ná því markmiði. Hún er dásamlega ófullkomin – allt að því að vera narsissisti, ofsakvíðin og pínu feit – en lætur það ekki aftra sér frá því að leika í grófum kynlífssenum líkari alvöru kynlífi en við höfðum áður séð á öldum ljósvakans. Raunar var helsta gagnrýnin á þættina í upphafi tengd því hversu mikið og oft við sáum Hönnuh nakta. Aðrir fögnuðu strípiþörfinni. Hannah og vinir hennar sýndu heimsbyggðinni hreinskilnari mynd af metnaðarfullu, en þó vernduðu og á köflum ofdekruðu, ungu fólki en við höfðum áður séð. Þættirnir vöktu gríðarlega athygli, slæma til jafns við þá góðu. Þáttunum var í upphafi líkt við Sex and the City, aðra geysivinsæla þætti úr smiðju HBO þar sem fjórar konur konur eru einnig í aðalhlutverki, en Dunham var fljót að taka af öll tvímæli í þeim efnum:„Við erum ekki nýju Sex and the City-þættirnir. Þetta eru karakterar sem horfðu á þá þætti og þeir höfðu klárlega áhrif á þau, en veruleiki þeirra er allt annar.“ Og það reyndist rétt, því ólíkt þeim Carrie, Miröndu, Charlotte og Samönthu, sem gengu í Manolo Blahnik skóm um alla Manhattan, ferðuðust í leigubílum og með einkabílstjóra; drukku kokteila sveipaðar dýrðarljóma og umkringdar fallegum karlmönnum, ferðast karakterarnir úr Girls í lestum, búa í Brooklyn, eiga stundum ekki fyrir mat, prófa sig áfram með eiturlyf, ganga í fötum úr Forever 21 og sofa ekki hjá sætustu strákunum í borginni. Veruleikinn eins og við hin, sem búum ekki í Hollywood, þekkjum hann – að vera rekinn úr vinnu, eiga ömurlega kynlífsreynslu, ljúga að vinum sínum eða fjölskyldu að óþörfu, og eins og Hannah – skammast sín stundum fyrir líkama sinn, en ákveða samt að fara í stuttbuxur og hlýrabol.Þegar Dunham kom fyrst með hugmyndina að Girls inn á borð til yfirmanna hjá HBO var hún spurð hvað það væri sem hún vildi gera. Svarið var: „Ég sé aldrei neinn sem er eins og ég eða einhvern sem mig langar að vera eins og í sjónvarpi.“ Framleiðandi þáttanna, Judd Apatow, segir Lenu Dunham með þessu svari sínu hafa breytt sjónvarpsögunni. „Hún breytti öllu með þessu viðhorfi. Það eru frábærir þættir sem við sjáum í dag sem hefðu aldrei orðið til ef ekki væri fyrir Girls. Það var enginn sem hafði áður sýnt jafn raunsanna mynd af lífi ungs fólks.“Á síðustu árum höfum við nefnilega séð meira af sjónvarpsefni sem hefur sama yfirbragð hreinskilni og Girls – Inside Amy Schumer, Broad City, The Mindy Project og svo mætti lengi telja. Kannski er það til marks um að fólk er orðið þreytt á að sjá fágaðar konur gera allt óaðfinnanlega og enda svo með draumaprinsinum. Konur eru nefnilega líka fyndnar, erfiðar, metnaðarfullar, latar, ófullkomnar, graðar, taka stundum vondar ákvarðanir og nenna ekki alltaf að raka sig undir höndunum.Sjötta sería þáttanna, sem hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld, er jafnframt sú síðasta. Það verður ljúfsárt að kveðja hina óþolandi Hönnuh Horvath, sem maður getur samt svo auðveldlega samsamað sig. Í öllu falli er algjörlega nauðsynlegt, fyrir allar ungur konur, að sjá Girls. Þið getið elskað þættina eða elskað að hata þá – en þeir brutu sannarlega blað, fyrir það eitt að sýna vandræðalegt kynlíf, ófullkomnar konur og veruleikann eins og hann er svo gjarnan. Steiktur. Hollywood þroskast fyrir vikið. Glamour Tíska Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour
Fyrir um fimm árum voru áhorfendur um allan heim kynntir fyrir Hönnuh Horvath, eins konar hliðarsjálfi höfundarins og leikstjórans Lenu Dunham, í sjónvarpsseríunni Girls. Nú er síðasta serían á leiðinni í loftið, nánar tiltekið á Stöð 2 annað kvöld, og áhorfendur kveðja með trega þessar fjórar stúlkur sem ruddu brautina. Greinin og myndirnar birtust fyrst í febrúartölublaði Glamour. Ljósmyndir: Emma Summerton Stílisti: Jillian Davison Texti: Ólöf Skaftadóttir Dunham er án alls vafa miklum hæfileikum gædd. Auk þess að leikstýra og skrifa er hún talin nokkuð góð leikkona og hæfileikaríkur framleiðandi sjónvarpsefnis. Þá hefur hún verið dugleg að nýta sér frægð sína til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri, flest er varða mannréttindi og femínisma. Hún hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump. Glamour tekur reyndar undir með Dunham í þeim efnum. Hún var ötull stuðningsmaður Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum og sagðist, ef Trump myndi vinna, ætla að flytja til Vancouver í Kanada. Eftir að hann vann kosningarnar, flestum að óvörum, hætti hún við en skrifaði á Twitter:„Ég ætla að lifa það af að búa í þessu landi, MÍNU landi, til að berjast fyrir því sem er rétt.“ Lena Dunham er fædd árið 1986. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar skrifað, leikstýrt og leikið í kvikmynd í fullri lengd, Tiny furniture, sem kom út árið 2010. Í myndinni lék móðir hennar og systir – og slíkt er reyndar einkennandi fyrir Dunham, sem vill helst ráða alla vini sína í þau verkefni sem hún kemur að. Þannig er Jemima Kirke, ein aðalleikkvenna Girls, vinkona hennar síðan úr háskóla og Jenni Konner, einn yfirmanna við framleiðslu þáttanna, besta vinkona hennar úr æsku. Svo væri lengi hægt að telja. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Emmy-verðlauna, hlotið Golden Globe-verðlaun, verið á lista Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims og gefið út metsölubók, árið 2014, Not That Kind of Girl: A Young Woman Tells You What She‘s „Learned“.Víkur þá sögunni að Girls, seríunni sem Dunham á frægðina að þakka.Leikkonurnar Allison Williams, Zosia Mamet, Lena Dunham og Jemina Kirke.Hannah Horvath á sér þann draum heitastan að verða frægur rithöfundur, en er sjálf stærsta hindrunin í að ná því markmiði. Hún er dásamlega ófullkomin – allt að því að vera narsissisti, ofsakvíðin og pínu feit – en lætur það ekki aftra sér frá því að leika í grófum kynlífssenum líkari alvöru kynlífi en við höfðum áður séð á öldum ljósvakans. Raunar var helsta gagnrýnin á þættina í upphafi tengd því hversu mikið og oft við sáum Hönnuh nakta. Aðrir fögnuðu strípiþörfinni. Hannah og vinir hennar sýndu heimsbyggðinni hreinskilnari mynd af metnaðarfullu, en þó vernduðu og á köflum ofdekruðu, ungu fólki en við höfðum áður séð. Þættirnir vöktu gríðarlega athygli, slæma til jafns við þá góðu. Þáttunum var í upphafi líkt við Sex and the City, aðra geysivinsæla þætti úr smiðju HBO þar sem fjórar konur konur eru einnig í aðalhlutverki, en Dunham var fljót að taka af öll tvímæli í þeim efnum:„Við erum ekki nýju Sex and the City-þættirnir. Þetta eru karakterar sem horfðu á þá þætti og þeir höfðu klárlega áhrif á þau, en veruleiki þeirra er allt annar.“ Og það reyndist rétt, því ólíkt þeim Carrie, Miröndu, Charlotte og Samönthu, sem gengu í Manolo Blahnik skóm um alla Manhattan, ferðuðust í leigubílum og með einkabílstjóra; drukku kokteila sveipaðar dýrðarljóma og umkringdar fallegum karlmönnum, ferðast karakterarnir úr Girls í lestum, búa í Brooklyn, eiga stundum ekki fyrir mat, prófa sig áfram með eiturlyf, ganga í fötum úr Forever 21 og sofa ekki hjá sætustu strákunum í borginni. Veruleikinn eins og við hin, sem búum ekki í Hollywood, þekkjum hann – að vera rekinn úr vinnu, eiga ömurlega kynlífsreynslu, ljúga að vinum sínum eða fjölskyldu að óþörfu, og eins og Hannah – skammast sín stundum fyrir líkama sinn, en ákveða samt að fara í stuttbuxur og hlýrabol.Þegar Dunham kom fyrst með hugmyndina að Girls inn á borð til yfirmanna hjá HBO var hún spurð hvað það væri sem hún vildi gera. Svarið var: „Ég sé aldrei neinn sem er eins og ég eða einhvern sem mig langar að vera eins og í sjónvarpi.“ Framleiðandi þáttanna, Judd Apatow, segir Lenu Dunham með þessu svari sínu hafa breytt sjónvarpsögunni. „Hún breytti öllu með þessu viðhorfi. Það eru frábærir þættir sem við sjáum í dag sem hefðu aldrei orðið til ef ekki væri fyrir Girls. Það var enginn sem hafði áður sýnt jafn raunsanna mynd af lífi ungs fólks.“Á síðustu árum höfum við nefnilega séð meira af sjónvarpsefni sem hefur sama yfirbragð hreinskilni og Girls – Inside Amy Schumer, Broad City, The Mindy Project og svo mætti lengi telja. Kannski er það til marks um að fólk er orðið þreytt á að sjá fágaðar konur gera allt óaðfinnanlega og enda svo með draumaprinsinum. Konur eru nefnilega líka fyndnar, erfiðar, metnaðarfullar, latar, ófullkomnar, graðar, taka stundum vondar ákvarðanir og nenna ekki alltaf að raka sig undir höndunum.Sjötta sería þáttanna, sem hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld, er jafnframt sú síðasta. Það verður ljúfsárt að kveðja hina óþolandi Hönnuh Horvath, sem maður getur samt svo auðveldlega samsamað sig. Í öllu falli er algjörlega nauðsynlegt, fyrir allar ungur konur, að sjá Girls. Þið getið elskað þættina eða elskað að hata þá – en þeir brutu sannarlega blað, fyrir það eitt að sýna vandræðalegt kynlíf, ófullkomnar konur og veruleikann eins og hann er svo gjarnan. Steiktur. Hollywood þroskast fyrir vikið.
Glamour Tíska Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour