Góðgerðarsjóðir skila ársreikningum afar illa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 UNICEF Ísland er á meðal félaga sem hafði ekki skilað ársreikningum. Félagið hefur styrkt ýmis verkefni, meðal annars í Nepal. Mynd/UNICEF Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira