Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2017 15:09 Donald Trump valdi Scott Pruitt, afneitara loftslagsvísinda, til að stjórna Umhverfisstofnun Bandaríkjanna. Vísir/Getty Beinn sími forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) hefur ekki hætt að hringja eftir að hann dró í efa vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni. Starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að slíkur fjöldi símtala hafi borist á föstudag að setja hafi þurft upp bráðabirgðasímsvörunarmiðstöð. Skipan Scott Pruitt sem forstjóri Umhverfisstofnunarinnar var umdeild þar sem hann hefur lengi dregið í efa að menn beri ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna um það. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis tók Pruitt jafnframt þátt í fjölda mála gegn EPA til að hnekkja reglum sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Ég tel að það sé mjög erfitt að mæla með nákvæmni [áhrif] gjörða manna á loftslagið og það eru gríðarlega deildar meiningar um hversu mikil þau áhrif eru, svo nei, ég er ekki sammála því að þær séu aðalorsakavaldur þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við sjáum,“ sagði Pruitt í viðtali við MSNBC á fimmtudag.Fáheyrt að svo margir kvarti í forstjóra ríkisstofnunarUmmælin vöktu harða gagnrýni vísindamanna og fyrrverandi forstjóra EPA enda eru þau í engu samræmi við veruleikann, svo ekki sé minnst á upplýsingar sem koma fram á vefsíðu stofnunarinnar sjálfrar eins og kemur fram í frétt Washington Post. Eftir að Pruitt lét ummælin falla hefur símtölunum til EPA rignt inn. Talskona stofnunarinnar segir við bandaríska blaðið að hún hafi skráð um þrjú hundruð símtöl og tölvupósta. Washington Post segir ekki óalgengt að kjósendur hafi samband við þingmenn til þess að lýsa óánægju sinni sé fáheyrt að kvartanir beinist að forstjóra ríkisstofnunar í þessum mæli. Bandaríska Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) greindi frá því á föstudag að hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar á síðasta ári hafi jafnað met sem sett var árið áður. Aukningin er fordæmalaus í sögu beinna mælinga af þessu tagi. Síðustu tvö ára hafa sömuleiðis verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld. Tengdar fréttir Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Beinn sími forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) hefur ekki hætt að hringja eftir að hann dró í efa vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni. Starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að slíkur fjöldi símtala hafi borist á föstudag að setja hafi þurft upp bráðabirgðasímsvörunarmiðstöð. Skipan Scott Pruitt sem forstjóri Umhverfisstofnunarinnar var umdeild þar sem hann hefur lengi dregið í efa að menn beri ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna um það. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis tók Pruitt jafnframt þátt í fjölda mála gegn EPA til að hnekkja reglum sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Ég tel að það sé mjög erfitt að mæla með nákvæmni [áhrif] gjörða manna á loftslagið og það eru gríðarlega deildar meiningar um hversu mikil þau áhrif eru, svo nei, ég er ekki sammála því að þær séu aðalorsakavaldur þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við sjáum,“ sagði Pruitt í viðtali við MSNBC á fimmtudag.Fáheyrt að svo margir kvarti í forstjóra ríkisstofnunarUmmælin vöktu harða gagnrýni vísindamanna og fyrrverandi forstjóra EPA enda eru þau í engu samræmi við veruleikann, svo ekki sé minnst á upplýsingar sem koma fram á vefsíðu stofnunarinnar sjálfrar eins og kemur fram í frétt Washington Post. Eftir að Pruitt lét ummælin falla hefur símtölunum til EPA rignt inn. Talskona stofnunarinnar segir við bandaríska blaðið að hún hafi skráð um þrjú hundruð símtöl og tölvupósta. Washington Post segir ekki óalgengt að kjósendur hafi samband við þingmenn til þess að lýsa óánægju sinni sé fáheyrt að kvartanir beinist að forstjóra ríkisstofnunar í þessum mæli. Bandaríska Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) greindi frá því á föstudag að hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar á síðasta ári hafi jafnað met sem sett var árið áður. Aukningin er fordæmalaus í sögu beinna mælinga af þessu tagi. Síðustu tvö ára hafa sömuleiðis verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld.
Tengdar fréttir Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30