Ólafur Kristjánsson, Hannes Þór Halldórsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Randers voru hársbreidd frá fyrsta sigrinum síðan 20. nóvember 2016 þegar liðið tók á móti AGF í kvöld. Lokatölur 1-1.
Það stefndi allt í markalaust jafntefli eða þangað til Mayron George Clayton kom Randers yfir þegar mínúta var til leiksloka.
Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk AGF vítaspyrnu og Jonas Bager, varnarmaður Randers, var rekinn af velli. Duncan fór á punktinn, skoraði framhjá Hannesi og tryggði AGF stig. Lokatölur 1-1.
Björn Daníel Sverrisson lék allan leikinn fyrir AGF. Theodór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar 12 mínútur voru til leiksloka.
Randers er í 6. sæti deildarinnar en AGF í því ellefta.
Randers hársbreidd frá fyrsta sigrinum síðan í nóvember
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn







„Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“
Íslenski boltinn