Fótbolti

Styttan líkari Njáli Quinn en Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo og styttan sem átti að líkjast honum. Það klikkaði eitthvað.
Ronaldo og styttan sem átti að líkjast honum. Það klikkaði eitthvað. vísir/afp
Flugvöllurinn á Madeira heitir nú í höfuðið á dáðasta syni portúgölsku eyjarinnar, Cristiano Ronaldo, en það var ekki knattspyrnumaðurinn sjálfur sem stal senunni á hátíð sem var haldin af þessu tilefni.

Stytta sem var afhjúpuð af Ronaldo á flugvellinum er nefnilega bara alls ekkert lík knattspyrnumanninum. Joey Barton hitti naglann á höfuðið er hann sagði styttuna minna meira á Njál Quinn, fyrrum knattspyrnukappa, en Ronaldo.

Netverjar fara nú mikinn í að gera grín að styttunni og verða líklega að eitthvað fram á kvöld í gríninu.

Það breytir því þó ekki að flugvöllurinn á Madeira heitir nú Cristiano Ronaldo flugvöllurinn. Að því getur kappinn verið stoltur þó svo styttan hafi misheppnast.

Ronaldo eða Njáll Quinn?vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×