Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 21:39 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty „Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
„Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30