Konur eru 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 19:00 Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Sjá meira
Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Sjá meira